Breiðablik hóf leik á fimmtudaginn í Sambandsdeildinni en liðið tapaði 3-2 gegn Maccabi Tel Aviv í Ísrael.
Blikar geta borið höfuðið hátt eftir þessa frammistöðu en rætt var um leikinn í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.
Blikar geta borið höfuðið hátt eftir þessa frammistöðu en rætt var um leikinn í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.
„Ég var bara drullustoltur af Blikaliðinu í þessum leik, þeir voru geggjaðir og mega vera stoltir af þessari frammistöðu. Ég held að Blikar hafi þurft á þessum leik að halda til að minna sig á að fótbolti er skemmtilegur,“ segir Valur Gunnarsson.
„Það sem kom mér mest á óvart var hvað menn náðu að brjóta miðsvæðið upp vel, með hraðabreytingum og öðru. Gísli og Jason voru að splundra upp miðsvæðinu," segir Sæbjörn Steinke.
Klæmint Olsen skoraði bæði mörk Blika en Elvar Geir Magnússon velur hann hinsvegar ekki sem besta mann vallarins.
„Besti maður vallarins að mínu mati var algjörlega Gísli Eyjólfsson, hann var drifkrafturinn í öllu. Blikar birtu viðtal við hann á leikdegi og maður sá í augunum á honum að hann væri klár í þennan leik," segir Elvar.
Breiðablik á heimaleik gegn Víkingi í Bestu deildinni annað kvöld en næsti Evrópuleikur Kópavogsliðsins er gegn Zorya frá Úkraínu sem verður 5. október á Laugardalsvelli.
Athugasemdir