Oliver Heiðarsson og Filip Valencic spila líklega ekki meira með ÍBV á þessu tímabili.
Lestu um leikinn: ÍBV 2 - 2 Fram
Filip fótbrotnaði á æfingu liðsins fyrr í sumar og hefur ekkert getað verið með.
Hann kom við sögu í tíu leikjum í deild- og bikar áður en hann meiddist. Það er útlit fyrir að hann verði ekki meira með en Eyjamenn eiga aðeins þrjá leiki eftir á næstu tveimur vikum.
Oliver tognaði í byrjun leiks í 2-2 jafnteflinu gegn Fram í gær og útlit fyrir að hann verði ekki meira með. Oliver þurfti að fara af velli á 10. mínútu en Sigurður Grétar Benónýsson kom inn í hans stað.
Möguleiki er að Bjarki Björn Gunnarsson nái síðustu leikjunum en Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, talaði örstutt um þessa þrjá leikmenn í viðtali við Fótbolta.net í gær.
„Við verðum að sjá hversu alvarlegt þetta er. Það er lítið eftir, bara tvær vikur og það er yfirleitt einhver tími sem fer í þetta, en ég veit það bara ekki. Við erum svosem ekki með niðurstöður hérna,“ sagði Hermann um Oliver eftir leik
„Ekki FIlip. Hann er svolítið frá, en Bjarki er aðeins farinn að hreyfa sig, þannig gæti verið smá von þar,“ sagði hann í lokin.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir