West Ham United hefur ekki lengur áhuga á að semja við enska leikmanninn Jesse Lingard, en þetta kemur fram í Athletic í dag.
Lingard, sem er þrítugur, hefur verið án félags síðan í sumar er samningur hans við Nottingham Forest rann sitt skeið.
Hann hefur síðasta mánuðinn æft með West Ham og spilaði einn æfingaleik fyrir luktum dyrum gegn enska B-deildarliðinu Ipswich í þessum mánuði.
West Ham ætlar ekki að semja við Lingard sem skoraði níu og lagði upp sex mörk í sextán leikjum með liðinu tímabilið 2020-2021 er hann var á láni frá Manchester United.
Lingard mun æfa með Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu næsta mánuðinn en Steven Gerrard stýrir liðinu.
Tveir Englendingar spila með liðinu, þeir Jordan Henderson og Demarai Gray sem komu frá LIverpool og Everton í sumar.
Athugasemdir