
Það er búið að opinbera byrjunarliðin fyrir annan leik dagsins á heimsmeistaramótinu í Katar. Í leiknum eigast Úrúgvæ og Suður-Kórea við.
Sjá einnig:
Ingó Sig spáir í Úrúgvæ - Suður-Kórea
Sjá einnig:
Ingó Sig spáir í Úrúgvæ - Suður-Kórea
Er þetta fyrsti leikurinn í H-riðli mótsins þar sem Portúgal og Gana eru einnig.
Hjá Úrúgvæ byrja Luis Suarez og Darwin Nunez saman í fremstu víglínu. Facundo Pellistri, ungur leikmaður Manchester United, byrjar þá á kantinum.
Son Heung-min, helsta stjarna Suður-Kóreu, hefur verið að glíma við meiðsli en hann byrjar þennan leik.
Byrjunarlið Úrúgvæ: Rochet; Caceres, Godin, Gimenez, Olivera; Valverde, Vecino, Bentancur; Pellistri, Suarez, Nunez.
Byrjunarlið Suður-Kóreu: Seung-Gyu; Jin-Su, Min-Jae, Sang-Ho, Moon-Hwan; Lee Jae-Sung, Woo-Young, Yong-Gwon, Hwang-Inbeom; Son, Hwang Ui-Jo.
Athugasemdir