Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 24. nóvember 2022 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dani Alves um Juventus: Þeir tóku ranga ákvörðun
Dani Alves.
Dani Alves.
Mynd: EPA
Brasilíski bakvörðurinn Dani Alves er með brasilíska landsliðshópnum á heimsmeistaramótinu í Katar.

Hann hefur verið að ræða við fréttamenn í aðdraganda fyrsta leiksins hjá Brasilíu sem er gegn Serbíu í kvöld. Það verður áhugaverður leikur.

Alves lét frá sér nokkuð áhugaverð í aðdraganda fyrsta leiksins en þau sneru að tíma hans hjá Juventus.

Alves lék með Juventus 2016/17 en hann segir að það hafi verið mistök fyrir bæði hann og ítalska félagið.

„Juventus? Þeir hefðu ekki átt að semja við mig. Ég hafði aldrei spilað langt fram í lífinu áður en ég fór þangað. Ég gat ekki lært það þegar ég var 33 ára. Þeir tóku ranga ákvörðun," sagði Alves.

Alves, sem er 39 ára gamall, spilar í dag í Mexíkó með liði Pumas.
Athugasemdir
banner
banner
banner