Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 24. nóvember 2022 11:56
Elvar Geir Magnússon
HM: Sviss vann Kamerún - Sjáðu sigurmarkið
Murat Yakin er í fyrsta sinn að stýra Sviss á stórmóti.
Murat Yakin er í fyrsta sinn að stýra Sviss á stórmóti.
Mynd: Getty Images
Sviss 1 - 0 Kamerún
1-0 Breel Embolo ('48 )

Sviss hefur HM með sigri en liðið vann Kamerún í jöfnum og spennandi leik sem var að ljúka. Liðin eru í riðli með Brasilíu og Serbíu sem mætast i kvöld.

Þrátt fyrir nokkuð skemmtilegan fyrri hálfleik var staðan markalaus þegar flautað var til hálfleiks á Al Janoub vellinum.

Eric Maxim Choupo-Moting, leikmaður Kamerún, fékk besta færi fyrri hálfleiks þegar hann slapp einn í gegn en Yann Sommer varði. Í uppbótartíma var Sviss næstum komið yfir en Manuel Akanji skallaði naumlega framhjá eftir horn.

Sviss tók svo forystuna á 48. mínútu þegar Breel Embolo skoraði með viðstöðulausu skoti úr teignum eftir fyrirgjöf Xherdan Shaqiri. Embolo fæddist í Kamerún og fagnaði marki sínu á látlausan hátt.

Það vantaði bit í sóknarleik Kamerún á lokakaflanum, 1-0 urðu lokatölur en markið má sjá hér að neðan:


Athugasemdir
banner
banner
banner