Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   fim 24. nóvember 2022 20:38
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo fyrstur til að skora á fimm heimsmeistaramótum
Mynd: Getty Images

Cristiano Ronaldo fór í sögubækurnar enn eina ferðina í dag þegar hann skoraði í 3-2 sigri Portúgal gegn Gana í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins í Katar.


Ronaldo varð þar með fyrsti karlmaðurinn til að skora mark á fimm mismunandi HM keppnum, en það fyrsta kom fyrir rúmum 16 árum, á HM 2006.

Til samanburðar hefur hans helsti keppinautur þegar kemur að metum, Lionel Messi, skorað á fjórum mótum eftir að hann skoraði úr vítaspyrnu í óvæntu tapi Argentínu gegn Sádi-Arabíu í fyrstu umferð HM í Katar.

Messi mistókst að skora á HM 2010 þegar Argentína vann riðilinn sinn og sendi Mexíkó heim en var svo slegið út af Þýskalandi í 8-liða úrslitum.

Ronaldo er í heildina búinn að skora 8 mörk á HM á meðan Messi á 7 mörk.


Athugasemdir
banner
banner