Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 24. nóvember 2022 17:44
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Ronaldo fékk umdeilda vítaspyrnu
Mynd: EPA

Portúgal og Gana eigast þessa stundina við í fjörugri viðureign þar sem staðan er 3-1 þegar tíu mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma.


Cristiano Ronaldo tók forystuna fyrir Portúgal með marki úr vítaspyrnu en hann féll innan vítateigs eftir heldur litla snertingu frá varnarmanni Gana.

Dómari leiksins, sem var alltof snöggur að dæma brot á Ronaldo fyrr í leiknum þegar hann kom boltanum í netið, var aftur snöggur að taka ákvörðun og í þetta skiptið dæmdi hann vítaspyrnu. VAR teyminu fannst ekkert athugavert við dóminn þrátt fyrir langdregin og hávær mótmæli Ganverja og skoraði Ronaldo örugglega af vítapunktinum tæpum tveimur mínútum eftir brotið, eins og má sjá hér fyrir neðan.

Portúgalar eru með gríðarlega öflugt lið og fara vel af stað á heimsmeistaramótinu. Ganverjar áttu góða kafla en gæðamunur liðanna reyndist alltof mikill.

Sjáðu atvikið


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner