Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 24. nóvember 2022 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Stojkovic bendir á meiðsli - Vlahovic, Mitrovic og Kostic tæpir
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Dragan Stojkovic, landsliðsþjálfari Serbíu, var svekktur eftir 2-0 tap sinna manna gegn Brasilíu fyrr í kvöld.


Serbar sáu varla til sólar gegn ógnarsterku liði Brasilíu sem stjórnaði gangi leiksins frá upphafi til enda og var óheppið að vinna ekki stærri sigur en 2-0.

„Mér fannst við gefa þeim alvöru leik í fyrri hálfleik. Þeir voru ekki mikið betri þar til í síðari hálfleik þegar við gátum ekki keppt lengur við þá líkamlega. Brasilía nýtti sér það og refsaði okkur," sagði Stojkovic og benti svo á meiðlavandræðin í hópnum.

„Við erum að glíma við svo mikið af meiðslum en þetta er staðreynd sem við þurfum að lifa með. Það er mjög erfitt að vera ekki með allan leikmannahópinn til staðar. Þessi leikur í dag hefði getað þróast öðruvísi ef Mitrovic og Kostic væru við góða heilsu."

Auk Filip Kostic og Aleksandar Mitrovic er Dusan Vlahovic einnig tæpur og byrjaði stjarna Juventus á varamannabekknum í tapinu.

„Brasilía er með topp lið, það leikur enginn vafi á því. Við sýndum það í fyrri hálfleik að við getum verið samkeppnishæfir gegn svona liðum."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner