Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mán 25. janúar 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aubameyang þurfti að draga sig úr hópnum stuttu fyrir leik
Arteta ekki viss hvenær hann snýr aftur
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segist ekki vita hvenær Pierre Emerick Aubameyang, fyrirliði liðsins, snúi aftur.

Aubameyang, sem hefur átt afar slakt tímabil, var ekki með Arsenal í 1-0 tapi gegn Southampton í FA-bikarnum á laugardag.

Aubameyang þurfti að draga sig úr hópnum stuttu fyrir leik af persónulegum ástæðum. Arsenal á að mæta Southampton aftur í deildinni á þriðjudag og óvíst er hvort sóknarmaðurinn verði með í þeim leik.

„Ég veit það ekki," sagði Arteta þegar hann var spurður út í stöðuna á Aubameyang.

„Hann verður að takast á við það sem kom upp og við sjáum hvernig málin þróast. Við erum hérna og styðjum við bakið á honum. Hann þarf að taka þann tíma sem hann þarf, það er forgangsatriði núna."
Athugasemdir
banner