Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. janúar 2022 19:03
Brynjar Ingi Erluson
Félagaskipti Ndombele til PSG í biðstöðu
Tanguy Ndombele fer líklega ekki til PSG
Tanguy Ndombele fer líklega ekki til PSG
Mynd: Getty Images
Félagaskipti franska miðjumannsins Tanguy Ndombele til Paris Saint-Germain eru í biðstöðu. Það er franski miðillinn Le Parisien sem segir frá þessu.

Tottenham keypti Ndombele frá Lyon fyrir 55 milljónir punda fyrir þremur árum en hann hefur ekki fundið sig hjá Lundúnarliðinu og er það morgunljóst að hann er ekki í plönum Antonio Conte.

Félagið er opið fyrir því að lána hann út leiktíðina og er Paris Saint-Germain í viðræðum við enska félagið en þau félagaskipti eru hins vegar í biðstöðu.

PSG þarf að losa sig við miðjumann áður en það tekur Ndombele inn í hópinn. Það gengur illa og eins og staðan er í dag þykir það ólíklegt að PSG geti gengið frá félagaskiptum Ndombele.

Tekjur Ndombele spila þar stóra rullu en Tottenham færi fram á að PSG greiði laun hans á lánstímanum. Hann þénar um eina milljón evra í mánaðarlaun, eitthvað sem franska félagið ræður ekki við í augnablikinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner