Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. janúar 2023 10:33
Elvar Geir Magnússon
Kolbeinn Finns til Lyngby (Staðfest)
Kolbeinn Birgir Finnsson.
Kolbeinn Birgir Finnsson.
Mynd: Lyngby
Kolbeinn Birgir Finnsson er genginn í raðir danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby. Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby og með liðinu spila Sævar Atli Magnússon og Alfreð Finnbogason.

Kolbeinn er 23 ára, fyrrum leikmaður Fylkis, og kemur frá Borussia Dortmund þar sem hann spilaði með varaliðinu í þýsku C-deildinni.

Lyngby er í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og ekkert annað en fall beint aftur niður í B-deildina virðist blasa við liðinu.

Hjá Lyngby er hann væntanlega hugsaður sem vinstri bakvörður en hjá varaliði Dortmund spilaði hann einnig á vinstri kanti og sem miðvörður vinstra megin í þriggja miðvarða kerfi.

Sjá einnig:
Freysi: Einn af tíu í heiminum sem trúa því að Lyngby geti haldið sér

„Við höfum fylgst með Kolbeini í nokkurn tíma og hann hefur hlotið góða þjálfun í sókn og vörn. Hann er fjölhæfur og getur leyst margar stöður í okkar kerfi. Hann er með góðan vinstri fót og hefur verið hjá Groningen, Brentford og Dortmund. Við trúum því að við getum þróað Kolbein upp á næsta stig,“ segir Nicas Kjeldsen, yfirmaður fótboltamála hjá Lyngby.


Athugasemdir
banner
banner
banner