Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 25. janúar 2023 22:50
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag temmilega sáttur: Eitt augnablik sem hefði getað breytt leiknum
Erik ten Hag
Erik ten Hag
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var temmilega sáttur við 3-0 sigurinn á Nottingham Forest í enska deildabikarnum í kvöld. Hann gat lítið kvartað yfir sigrinum en segir að liðið verði að bæta ýmislegt.

Marcus Rashford, Wout Weghorst og Bruno Fernandes skoruðu mörk United í leiknum.

Liðið er nú einum leik frá úrslitum deildabikarsins og fátt sem kemur í veg fyrir að liðið spili á Wembley.

Ten Hag var ánægður með hvernig liðið stjórnaði leiknum en það kom þó augnablik þar sem Forest gat komist inn í leikinn. Fyrst skoraði Sam Surridge rangstöðumark en það kom Forest í gírinn og skapaði liðið hættu næstu mínúturnar áður en Weghorst kom United í þægilegri stöðu undir lok hálfleiksins.

„Ég er ánægður með frammistöðuna og yfir allar 90 mínúturnar fannst mér við stjórna leiknum. Það var eitt augnablik sem hefði getað breytt leiknum og þar þurfum við að bæta okkur, en annars stjórnuðum við leiknum.“

„Þeir breyttu um leikkerfi og við höfðum ekki gert ráð fyrir því. Það má ekki gerast. Þetta er augnablik þar sem við verðum að læra og bæta okkur sem lið ef við viljum vera á toppnum. Þessi augnablik mega ekki gerast.“

„Við leyfðum þeim næstum því að komast inn í leikinn og við getum ekki leyft andstæðingnum að gera það eftir að hafa byrjað svona vel. Við stjórnuðum leiknum gjörsamlega og svo getur það allt breyst á einu augnabliki. Við verðum að forðast það.“

„Mér fannst við yfirvegaðri í síðari hálfleik og eltum okkar menn. Þetta var mikið betra

„Við eigum eftir að spila einn leik. Við verðum að gera það sama þar, undirbúa okkur og gera gott leikplan. Leikmennirnir verða að vera einbeittir,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner