Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
   lau 25. janúar 2025 17:18
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Meistararnir töpuðu stigum - Bayern með sex stiga forystu
Bayern München er með sex stiga forystu í efsta sæti þýsku deildarinnar eftir að liðið vann 2-1 sigur á Freiburg í dag.

Harry Kane skoraði 17. deildarmark sitt á 15. mínútu áður en Kim Min-Jae tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleiknum.

Matthias Ginter minnkaði muninn fyrir Freiburg, en lengra komust heimamenn ekki. Sigur Bayern gríðarlega mikilvægur í ljósi þess að Bayer Leverkusen gerði 2-2 jafntefli við RB Leipzig. Edmond Tapsoba var skúrkurinn í liði Leverkusen hann setti boltann í eigið net þegar lítið var eftir af leiknum

Bayern er nú með 48 stig, sex stigum meira en Leverkusen þegar nítján umferðir hafa verið leiknar.

Tíu leikmenn Borussia Dortmund töpuðu einnig stigum er liðið gerði 2-2 jafntefli við Werder Bremen.

Mike Tullberg stýrði Dortmund en félagið lét Nuri Sahin taka poka sinn á dögunum og verður Tullberg á hliðarlínunni þangað til eftirmaður Sahin finnst.

Dortmund er í 10. sæti með 26 stig, þó aðeins sex stigum frá Meistaradeildarsæti.

Úrslit og markaskorarar:

RB Leipzig 2 - 2 Bayer
0-1 Patrik Schick ('18 )
0-2 Aleix Garcia ('36 )
1-2 David Raum ('41 )
2-2 Edmond Tapsoba ('85 , sjálfsmark)

Borussia D. 2 - 2 Werder
1-0 Serhou Guirassy ('28 )
2-0 Marco Friedl ('51 , sjálfsmark)
2-1 Leonardo Bittencourt ('65 )
2-2 Marvin Ducksch ('72 )
Rautt spjald: Nico Schlotterbeck, Borussia D. ('21)

Freiburg 1 - 2 Bayern
0-1 Harry Kane ('15 )
0-2 Min-Jae Kim ('54 )
1-2 Matthias Ginter ('68 )

Augsburg 2 - 1 Heidenheim
1-0 Chrislain Matsima ('45 )
1-1 Patrick Mainka ('76 )
2-1 Keven Schlotterbeck ('90 )

Mainz 2 - 0 Stuttgart
1-0 Nelson Weiper ('29 )
2-0 Anthony Caci ('86 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 10 9 1 0 35 6 +29 28
2 RB Leipzig 10 7 1 2 20 13 +7 22
3 Dortmund 10 6 3 1 16 7 +9 21
4 Stuttgart 10 7 0 3 17 12 +5 21
5 Leverkusen 10 6 2 2 24 14 +10 20
6 Hoffenheim 10 6 1 3 21 16 +5 19
7 Eintracht Frankfurt 10 5 2 3 23 19 +4 17
8 Werder 10 4 3 3 15 18 -3 15
9 Köln 10 4 2 4 17 15 +2 14
10 Freiburg 10 3 4 3 13 14 -1 13
11 Union Berlin 10 3 3 4 13 17 -4 12
12 Gladbach 10 2 3 5 13 19 -6 9
13 Hamburger 10 2 3 5 9 16 -7 9
14 Wolfsburg 10 2 2 6 12 18 -6 8
15 Augsburg 10 2 1 7 14 24 -10 7
16 St. Pauli 10 2 1 7 9 20 -11 7
17 Mainz 10 1 2 7 10 18 -8 5
18 Heidenheim 10 1 2 7 8 23 -15 5
Athugasemdir
banner