Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 25. febrúar 2024 17:11
Brynjar Ingi Erluson
Elías Rafn frábær í markalausu jafntefli
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson átti frábæran leik í marki Mafra sem gerði markalaust jafntefli við Maritimo í portúgölsku B-deildinni í dag.

Elías Rafn verður í baráttunni um markvarðarstöðuna hjá landsliðinu í lok mars er liðið mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins um sæti á Evrópumótið.

Hann varði nokkrum sinnum frábærlega í dag og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum.

Mafra er í 8. sæti með 31 stig.

Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Silkeborgar sem tapaði fyrir Vejle, 2-0, í dönsku úrvalsdeildinni. Stefán fór af velli þegar tuttugu mínútur voru eftir. Silkeborg er í 6. sæti með 27 stig.

Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn í 2-2 jafntefli OFI Crete og Giannina í grísku úrvalsdeildinni. Crete er í 8. sæti með 24 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner