Amorim bíður eftir leyfi - Nkunku og fleiri orðaðir við Man Utd - Endo eftirsóttur
   sun 25. febrúar 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Greenwood vill ólmur vera áfram hjá Getafe - „Spurning hvað nýja stjórnin ákveður"
Mynd: Getty Images

Mason Greenwood leikmaður Getafe vill ólmur vera áfram í herbúðum félagsins en hann er á láni frá Manchester United.


Greenwood fór á láni síðasta sumar. Hann hefur skorað fimm mörk og lagt upp fimm til viðbótar í 22 leikjum í deildinni.

Angel Torres forseti Getafe segir að leikmaðurinn vilji vera áfram hjá félaginu.

„Hann vill ólmur vera áfram í eitt ár í viðbót hjá okkur. Honum líður mjög vel, það er bara spurning hvað nýja stjórnin hjá Manchester United ákveður að gera," sagði Torres.


Athugasemdir
banner