Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
   mið 25. mars 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Watford býður heimavöllinn í baráttunni gegn veirunni
Enska úrvalsdeildarfélagið Watford hefur boðið heilbrigðisyfirvöldum afnot af heimavelli sínum Vicarage Road.

Vicarage Road er við hliðina á spítalánum í Watford og félagið vill leggja sitt að mörkum í baráttunni við kórónaveiruna.

Hægt er að nota leikvanginn fyrir fundaraðstöðu fyrir lækna, geymslu á varningi og fleira.

Góð fundaraðstaða er á Vicarage Road en þar hafa margir fyrirlestrar verið í gegnum tíðina.

Útgöngubann er í Englandi en kórónaveiran hefur smitast hratt þar undanfarnar vikur.
Athugasemdir
banner
banner