Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. mars 2023 13:20
Aksentije Milisic
Arsenal mun reyna að losa sig við sjö leikmenn í sumar
Mynd: Getty Images

Toppliðið í ensku úrvalsdeildinni, Arsenal, mun reyna að losa sig við allt að sjö leikmenn næsta sumar.


Mikel Arteta hefur gert miklar breytingar á liðinu frá því hann tók við og vill hann halda því áfram. Hann er búinn að ákveða hvaða leikmönnum hann treystir en aðrir mega fara.

Samkvæmt The Sun, þá er Nicolas Pepe á lista ásamt þeim Ainsley Maitland-Niles, Albert Sambi Lokonga, Nuno Tavares, Pablo Mari, Cedric Soares og landsliðsmarkvörður okkar, Rúnar Alex Rúnarsson.

Arsenal keypti Pepe á alls 72 milljónir punda frá Nice árið 2019 en hlutirnir gengu ekki upp. Bukayo Saka og Gabriel Martinelli gripu tækifærið og eignuðu sér sæti í liðinu.

Þá gætu Kieran Tierney, Rob Holding og Folarin Balogun verið seldir til þess að sækja pening fyrir leikmenn sem Arteta vill fá til liðsins.


Athugasemdir
banner
banner