Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 25. mars 2023 14:00
Aksentije Milisic
Leikmenn Panama vildu fá treyju Enzo - Tóku skæri, blað og steinn
Mynd: Getty Images

Argentína vann 2-0 sigur á Panama í fyrradag í æfingaleik í Buenos Aires en heimamenn fengu sturlaðar móttökur frá stuðningsfólki sínu.


83.214 manns voru mætt til að horfa á Heimsmeistarana en mikið fjör og gleði var fyrir og eftir leik. Emiliano Martinez og fleiri leikmenn og starfsmenn Argentínu gátu ekki haldið aftur af tárunum vegna móttökurnar sem þeir fengu.

Leiknum sjálfum lauk eins og áður segir með tveggja marka sigri Argentínumanna þar sem Thiago Almada og Lionel Messi gerðu mörkin seint í leiknum.

Eftir leik náðist skondið atvik á myndband en þá voru tveir leikmenn Panama að rífast um það hvor þeirra fengi treyjuna hans Enzo Fernandez eftir leikinn. Enzo, sem gekk í raðir Chelsea í janúar mánuði, hafði gaman að þessu og brosti á meðan leikmennirnir tveir fóru yfir málið. Þeir tóku að lokum skæri, blað og steinn til að útkljá málið.

Enzo var valinn bestu ungir leikmaðurinn á HM í Katar í fyrra en hann var í kjölfarið keyptur til Chelsea frá Benfica. Hann hefur heillað í sínum fyrstu leikjum fyrir Chelsea þó að liðinu hefur ekkert gengið frábærlega.


Athugasemdir
banner
banner