Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 25. maí 2019 12:30
Oddur Stefánsson
Heimild: Bbc 
Nær Celtic þriðju þrennunni í röð?
Mynd: Getty Images
Celtic getur náð þeim magnaða árangri að ná þriðju þrennunni í röð þegar þeir mæta Hearts í úrslitum bikarsins í dag klukkan 14:00.

Celtic hafa eins og flest önnur ár verið bestir í Skotlandi og geta núna tekið níunda bikarinn á þrem árum í skotlandi.

Það hefur tekið Celtic 140 leiki og nú eiga þeir bara 90 mínútur eftir til að sigla þriðju þrennunni heim.

Celtic vann deildina með 87 stigum og voru 9 stigum á undan Steven Gerrard og hans mönnum í Rangers í 2. sæti.

Hearts enduðu í 6. sæti í deildinni og töpuðu fyrir Celtic 2-1 í lokaumferð deildarinnar 19. mái síðastliðinn og hafa ekki unnið leik í síðustu fim leikjum.

Celtic hefur tapað einu sinni í síðustu 14 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner