mán 25. maí 2020 17:30
Elvar Geir Magnússon
BBC með ítarlega umfjöllun um Íslandsvin
Ildefons Lima.
Ildefons Lima.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vefsíða BBC birti um helgina ítarlega umfjöllun um Ildefons Lima en óhætt er að kalla hann Íslandsvin eftir að Andorra lék tvívegis gegn Íslandi í undankeppni EM.

Lima var duglegur að svara íslenskum stuðningsmönnum á samfélagsmiðlum í kringum leikina og eignaðist nýja aðdáendur hér á landi.

Lima á lengsta landsliðsferil í sögunni en hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir Andorra 1997 og er enn að, 23 árum seinna.

Lima er 40 ára í dag en hann á 128 landsleiki. Yfir 100 þeirra hafa endað með tapi en 77 þúsund manns búa í Andorra.

Í viðtalinu við BBC segir Lima að brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo sé besti leikmaður sem hann hafi mætt og að 1-0 sigur gegn Ungverjalandi í undankeppni fyrir síðasta HM hafi verið stærsta stundin.

Þá ræðir hann um treyjusöfnun sína en hann á um 900 treyjur sem hann hefur fengið frá andstæðingum í gegnum tíðina. Hann hefur meðal annars skipt við Andriy Shevchenko, John Terry, Youri Djorkaeff og Cristiano Ronaldo.

Smelltu hér til að lesa umfjöllun BBC um Ildefons Lima
Athugasemdir
banner
banner
banner