Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
   sun 25. maí 2025 21:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arteta: Ekki mikið sem þarf að bæta
Mynd: EPA
Arsenal hafnaði í 2. sæti úrvalsdeildarinnar þriðja árið í röð. Liðið lauk leik með 2-1 sigri á Southampton í dag.

Liðið fór alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar en Mikel Arteta segir að það þarf ekki mikið að gerast í sumar svo liðið geti tekið næsta skref.

„Josh (Kroenke, meiðeigandi Arsenal) hefur verið mjög skýr varðandi vegferðina og metnaðinn hjá félaginu. Við ætlum að sjá hvað við getum gert, taka lítilsháttar ákvarðanir og virða það sem hefur komið okkur svona langt," sagði Arteta.

„Það er ekki mikið sem þarf að bæta. Við höfum endað í 2. sæti þrisvar í röð og komist í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Það er þessi litla prósenta sem við þurfum að bæta."
Athugasemdir