Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
   sun 25. maí 2025 17:09
Brynjar Ingi Erluson
England: Chelsea, City og Newcastle í Meistaradeildina - Dýr dómaramistök
Emi Martínez var rekinn af velli gegn United. Dómari leiksins, Thomas Bramall, verður þó aðalumræðuefni næstu vikur vegna mistaka sem hann gerði í þeim síðari
Emi Martínez var rekinn af velli gegn United. Dómari leiksins, Thomas Bramall, verður þó aðalumræðuefni næstu vikur vegna mistaka sem hann gerði í þeim síðari
Mynd: EPA
Mo Salah jafnaði met Cole og Shearer
Mo Salah jafnaði met Cole og Shearer
Mynd: EPA
Man City komst í Meistaradeildina
Man City komst í Meistaradeildina
Mynd: EPA
Morgan Rogers átti þátt í umdeildu atviki á Old Trafford
Morgan Rogers átti þátt í umdeildu atviki á Old Trafford
Mynd: EPA
Tímabilinu 2024-2025 í ensku úrvalsdeildinni lauk í dag og var nóg um að vera. Chelsea, Newcastle og Manchester City komu sér öll í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð og þá fór bikar á loft á Anfield.

Levi Colwill sá um að tryggja Meistaradeildarsætið fyrir Chelsea með því að gera sigurmarkið í 1-0 sigrinum á Nottingham Forest á City Ground.

Markið kom snemma í þeim síðar eftir slaka hreinsun úr vörn Forest. Pedro Neto kom boltanum fyrir á Colwill sem potaði honum í netið og þar við sat.

Chelsea hafnaði í 4. sæti með 69 stig og mun því spila í deildarkeppni Meistaradeildarinnar á næstu leiktíð.

Newcastle tapaði fyrir Everton, 1-0, á St. James' Park, en það skipti engu þar sem Aston Villa og Forest töpuðu stigum. Newcastle hafnaði í 5. og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í Meistaradeildina.

Dýr dómaramistök á Old Trafford

Manchester United vann Aston Villa, 2-0, á Old Trafford í leik sem verður ræddur á helstu kaffistofum landsins næstu daga.

Villa-menn spiluðu manni færri allan síðari hálfleikinn eftir að Emiliano Martínez, markvörður liðsins, sá rautt fyrir glórulaust brot á Rasmus Höjlund fyrir utan teiginn í mögulega síðasta leik sínum fyrir félagið.

Thomas Bramall, dómari leiksins, gerði risastór mistök þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Harry Maguire skallaði langan bolta aftur fyrir sig sem Morgan Rogers fór á eftir. Hann náði að sparka í boltann áður en Altay Bayndir náði tökum á honum og setti boltann síðan í netið.

Bramall hafði hins vegar flautað brot áður en Rogers kom boltanum í netið í stað þess að láta leikinn ganga og láta VAR um rest. Þar með gat VAR ekki aðhafist en miðað við fyrstu myndir var Bayindir ekki með fullt vald á boltanum.

Tveimur mínútum síðar skoraði Amad Diallo fyrir United og bætti Christian Eriksen við öðru úr vítaspyrnu undir lok leiks. Tapið þýðir að Villa mun spila í Evrópudeildinni á næsta ári. Dýrkeypt ákvörðun dómarans.

Man Utd hafnaði á meðan í 15. sæti með 42 stig.

Salah jafnaði met Cole og Shearer

Liverpool fagnaði Englandsmeistaratitlinum á Anfield en að vísu náði liðið ekki að vinna einn einasta leik eftir að liðið varð Englandsmeistari.

Ismaila Sarr kom bikarmeisturunum í Palace yfir á 9. mínútu leiksins og þá sá Ryan Gravenberch, besti ungi leikmaður tímabilsins, rauða spjaldið á 68. mínútu.

Hann kom inn í miðvörðinn í stað Ibrahima Konate sem var skipt af velli. Gravenberch átti slæma móttöku sem Daichi Kamada náði að nýta sér og sleppa inn fyrir, en Hollendingurinn rann til og þrumaði Kamada niður. Ekki annað hægt að en að reka hann af velli. Klaufalegt allt saman.

Trent Alexander-Arnold kom inn á í síðari hálfleiknum og fékk standandi lófaklapp frá stuðningsmönnum. Allt annað hljóðið í þeim í síðasta leiknum og mögulega að orð Jürgen Klopp, fyrrum stjóra liðsins, hafi náð til þeirra.

Fimm mínútum fyrir leikslok jafnaði Mohamed Salah metin sem var hans 29. mark á tímabilinu og um leið jafnaði hann svakalegt met Alan Shearer og Andy Cole. Salah hefur komið að 47 mörkum á tímabilinu, eitthvað sem Cole og Shearer afrekuðu á tíunda áratugnum en þeir gerðu það að vísu í 42 leikja deild,

Stuðningsmönnum virtist þó alveg sama um úrslitin í leiknum og hefur í raun verið í síðustu leikjum. Það var ekkert sem gat skemmt þetta teiti sem heldur áfram næstu daga með skrúðgöngu og öllu tilheyrandi.

Arsenal vann Southampton, 2-1. Kieran Tierney og Martin Ödegaard skoruðu mörk Arsenal-manna en Ross Stewart gerði eina mark Southampton.

Arsenal hafnaði í öðru sæti með 74 stig en Southampton í neðsta sæti með aðeins 12 stig, sem er einn versti árangur í sögu deildarinnar.

Brighton vann Evrópudeildarmeistara Tottenham, 4-1, í Lundúnum.

Tottenham-menn hafa verið önnum kafnir við því að fagna Meistaradeildarsætinu. Dominic Solanke kom þeim í forystu með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en í þeim síðari hrundi allt.

Jack Hinshelwood skoraði tvennu og þá komust þeir Matt O'Riley og Diego Gomez einnig á blað. Tottenham hafnaði í 17. sæti með 38 stig en Brighton í 8. sæti með 61 stig.

Erling Braut Haaland og Ilkay Gündogan skoruðu mörkin í 2-0 sigri Manchester City á Fulham. Meistaradeildarsætið tryggt og flottur endasprettur hjá Man City sem var í mestu vandræðum stóran hluta tímabilsins.

Man City tók 3. sætið með 71 stig.

Bournemouth vann Leicester, 2-0. Antoine Semenyo skoraði bæði mörk Bournemouth. West Ham hafði 3-1 sigur gegn Ipswich og þá gerðu Wolves og Brentford 1-1 jafntefli.

Skemmtilegu tímabili í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið og spennandi félagaskiptagluggi framundan!

Úrslit og markaskorarar:

Bournemouth 2 - 0 Leicester City
1-0 Antoine Semenyo ('74 )
2-0 Antoine Semenyo ('88 )

Fulham 0 - 2 Manchester City
0-1 Ilkay Gundogan ('21 )
0-2 Erling Haaland ('72 , víti)

Ipswich Town 1 - 3 West Ham
0-1 James Ward-Prowse ('43 )
1-1 Nathan Broadhead ('52 )
1-2 Jarrod Bowen ('55 )
1-3 Mohammed Kudus ('87 )

Liverpool 1 - 1 Crystal Palace
0-1 Ismaila Sarr ('9 )
1-1 Mohamed Salah ('85 )
Rautt spjald: Ryan Gravenberch, Liverpool ('68)

Manchester Utd 2 - 0 Aston Villa
1-0 Amad Diallo ('76 )
2-0 Christian Eriksen ('87 , víti)
Rautt spjald: Emiliano Martinez, Aston Villa ('45)

Newcastle 0 - 1 Everton
0-1 Carlos Alcaraz ('65 )

Nott. Forest 0 - 1 Chelsea
0-1 Levi Colwill ('50 )

Southampton 1 - 2 Arsenal
0-1 Kieran Tierney ('43 )
1-1 Ross Stewart ('56 )
1-2 Martin Odegaard ('89 )

Tottenham 1 - 4 Brighton
1-0 Dominic Solanke ('17 , víti)
1-1 Jack Hinshelwood ('51 )
1-2 Jack Hinshelwood ('64 )
1-3 Matthew ORiley ('88 , víti)
1-4 Diego Gomez ('90 )

Wolves 1 - 1 Brentford
0-1 Bryan Mbeumo ('20 )
1-1 Marshall Munetsi ('75 )
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 38 25 9 4 86 41 +45 84
2 Arsenal 38 20 14 4 69 34 +35 74
3 Man City 38 21 8 9 72 44 +28 71
4 Chelsea 38 20 9 9 64 43 +21 69
5 Newcastle 38 20 6 12 68 47 +21 66
6 Aston Villa 38 19 9 10 58 51 +7 66
7 Nott. Forest 38 19 8 11 58 46 +12 65
8 Brighton 38 16 13 9 66 59 +7 61
9 Bournemouth 38 15 11 12 58 46 +12 56
10 Brentford 38 16 8 14 66 57 +9 56
11 Fulham 38 15 9 14 54 54 0 54
12 Crystal Palace 38 13 14 11 51 51 0 53
13 Everton 38 11 15 12 42 44 -2 48
14 West Ham 38 11 10 17 46 62 -16 43
15 Man Utd 38 11 9 18 44 54 -10 42
16 Wolves 38 12 6 20 54 69 -15 42
17 Tottenham 38 11 5 22 64 65 -1 38
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
Athugasemdir
banner