Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
   sun 25. maí 2025 17:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Salah jafnaði met Cole og Shearer - Sels og Raya deildu gullhanskanum
Mohamed Salah
Mohamed Salah
Mynd: EPA
Mats Sels
Mats Sels
Mynd: EPA
Tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni lauk í dag. Liverpool lyfti bikarnum í eftir jafntefli gegn Crystal Palace.

Ismaila Sarr kom Palace yfir en Mohamed Salah jafnaði metin undir lok leiksins. Hann kom að 47 mörkum á tímabilinu en hann jafnaði þar með met Andy Cole og Alan Shearer sem komu að 47 mörkum á tíunda áratugnum í úrvalsdeildinni, að vísu í 42 leikja deild.

Salah var markahæsti leikmaður deildarinnar í ár með 29 mörk og þá var hann með flestar stoðsendingar eða 18 talsins.

Mats Sels, markvörður Nottingham Forest, og David Raya, markvörður Arsenal, fengu báðir gullhanskann en þeir héldu marki sínu hreinu þrettán sinnum.

Þeir voru jafnir fyrir lokaumferðina og Arsenal vann í 2-1 gegn Southampton og Forest tapaði 1-0 gegn Chelsea. Forest missti í leiðinni af sæti í Meistaradeildinni en spilar í Sambandsdeildinni á næstu leiktíð. Raya vann gullhanskann á síðustu leiktíð.




Athugasemdir
banner