Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
   sun 25. maí 2025 16:13
Brynjar Ingi Erluson
Martínez fékk glórulaust rautt spjald í mögulega sínum síðasta leik
Emiliano Martínez fékk beint rautt spjald
Emiliano Martínez fékk beint rautt spjald
Mynd: EPA
Emiliano Martínez, markvörður Aston Villa, fékk að líta beint rautt spjald gegn Manchester United í lokaumferðinni í dag, sem er líklega hans síðasti leikur í Villa-treyjunni.

Matty Cash átti ævintýralega slaka sendingu til baka sem Rasmus Höjlund komst inn í.

Martínez hljóp út úr teignum og hamraði Höjlund niður með því að keyra inn í hann af fullum krafti.

Dómarinn var ekki lengi að draga rauða spjaldið úr rassvasanum og senda Martínez í sturtu.

Argentínumaðurinn hefur verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu og stærri félög í Evrópu síðustu daga og meiri líkur en minni á að hann sé á förum. Súr kveðjustund hjá kappanum en brotið og spjaldið má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner