Bjarki Hrafn Garðarsson er mjög efniilegur framherji sem gerði á dögunum sinn fyrsta samning við Stjörnuna.
Hann er fæddur árið 2010 og á að baki þrjá leiki fyrir U15 landsliðið. Hann skoraði í leikjum gegn Wales og Búlgaríu síðasta haust. Hann var í æfingahóp U15 í síðasta mánuði og æfingahóp U16 fyrr á þessu ári.
Hann er fæddur árið 2010 og á að baki þrjá leiki fyrir U15 landsliðið. Hann skoraði í leikjum gegn Wales og Búlgaríu síðasta haust. Hann var í æfingahóp U15 í síðasta mánuði og æfingahóp U16 fyrr á þessu ári.
Fótbolti.net fjallaði um reynsluför hans til Salzburg í janúar og á dögunum var hann á reynslu hjá danska stórliðinu FCK.
Þar var hann með U15 og U17 liðum félagsins. Hann fór með U15 liðinu til Berlínar og mætti þar m.a. Hertha Berlin og Manchester United. Hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt gegn Herthu.
Hann er mjög eftirsóttur, samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa Dortmund, PSV og Nordsjælland sýnt mikinn áhuga.
Bjarki Hrafn er sonur Garðars Jóhannssonar, fyrrum atvinnu- og landsliðsmanns.
Athugasemdir