
Bayern München, Florian Wirtz og Bruno Fernandes eru áfram helsta umræðuefnið í Powerade-slúðurpakkinum, en hér fyrir neðan má sjá alla mola dagsins.
Bayern München er að íhuga að leggja fram tilboð í Eberechi Eze (26), leikmann Crystal Palace og enska landsliðsins eftir að hafa misst af Florian Wirtz. (Mirror)
Liverpool hefur boðið Wirtz (22) meira en 320 þúsund pund í vikulaun en félagið vonast til að ganga frá viðræðum við Leverkusen og Wirtz á næstu dögum. (Sky Sports)
Þýskalandsmeistarar Bayern hafa áhuga á Kaoru Mitoma (28) hjá Brighton og Rafael Leao (25) hjá AC Milan. (Mirror)
Kevin de Bruyne (33), miðjumaður Manchester City, er að ganga frá samkomulagi við ítalska meistaraliðið Napoli og verður gengið frá öllum lausum endum á næstu tveimur vikum. (Mail)
Liverpool og Newcastle United munu heyja baráttu um Joao Pedro (23), framherja Brighton. (Talksport)
Framtíð enska landsliðsmannsins Jack Grealish hjá Manchester City er í mikilli óvíssu eftir að leikmaðurinn var skilinn eftir utan hóps fyrir síðasta leik tímabilsins gegn Fulham. (Telegraph)
Bruno Fernandes (30), fyrirliði Manchester United, er einn af sex leikmönnum aðalliðsins sem munu fara frá félaginu í sumar. (Football Insider)
Danski framherjinn Rasmus Höjlund (22) er annar leikmaður sem er líklega á útleið frá United, en félagið er sagt opið fyrir tilboðum í kappann. (GiveMeSport)
Inter vill fá króatíska miðjumanninn Luka Modric (39) á frjálsri sölu í sumar en það er búið að staðfesta brottför hans frá Real Madrid. (Fichajes)
Nottingham Forest er að íhuga tilboð í Jarell Quansah (22), varnarmann Liverpool. (Football Insider)
Sænski varnarmaðurinn Victor Lindelöf mun yfirgefa Manchester United þegar samningur hans rennur út í sumar. (Fabrizio Romano)
Newcastle ætlar að berjast við Napoli, Juventus og Roma um Nahuel Molina (27), hægri bakvörð Atlético Madríd á Spáni. (Marca)
Tyrknesku meistararnir í Galatasaray hafa boðið þýska vængmanninum Leroy Sane (29) rausnarlegan samning, en hann verður laus allra mála hjá Bayern München í sumar. Napoli og félög úr ensku úrvalsdeildinni eru einnig að fylgjast með leikmanninum. (Sky Sports)
Athugasemdir