
FHL 0 - 4 Þróttur R.
0-1 Katherine Amanda Cousins ('27 )
0-2 Unnur Dóra Bergsdóttir ('45 )
0-3 Unnur Dóra Bergsdóttir ('47 )
0-4 Sóley María Steinarsdóttir ('77 )
Lestu um leikinn
0-1 Katherine Amanda Cousins ('27 )
0-2 Unnur Dóra Bergsdóttir ('45 )
0-3 Unnur Dóra Bergsdóttir ('47 )
0-4 Sóley María Steinarsdóttir ('77 )
Lestu um leikinn
Þróttur tyllti sér á toppinn í Bestu deild kvenna með því að vinna 4-0 sigur á FHL í 7. umferð deildarinnar í Fjarðabyggðarhöllinni í dag.
Liðið hefur verið á blússandi siglingu í upphafi móts og var að sækja fimmta sigur sinn í röð.
Kate Cousins og Unnur Dóra Bergsdóttir sáu til þess að koma Þrótturum í tveggja marka forystu í fyrri hálfleiknum. Cousins skoraði með fallegu skoti fyrir utan teig á 27. mínútu og bætti Unnur Dóra við öðru undir lok hálfleiksins með skoti í stöng og inn.
Sanngjörn forysta Þróttara í hálfleik og bætti Unnur Dóra við hana strax í byrjun síðari hálfleiks eftir laglega sókn. Cousins kom boltanum á Unni sem afgreiddi boltann í netið.
Sóley María Steinarsdóttir, fyrirliði Þróttara, gerði endanlega út um leikinn með marki á 77. mínútu. Hún nýtti sér klafs eftir hornspyrnu, var fyrst á boltann og skoraði gott mark.
4-0 sigur Þróttara staðreynd og liðið komið á toppinn með 19 stig, þremur stigum á undan Blikum sem töpuðu fyrir FH á föstudag og er Þróttur því eina liðið í deildinni sem hefur ekki enn tapað leik.
Besta-deild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þróttur R. | 7 | 6 | 1 | 0 | 18 - 5 | +13 | 19 |
2. Breiðablik | 7 | 5 | 1 | 1 | 29 - 7 | +22 | 16 |
3. FH | 7 | 5 | 1 | 1 | 13 - 7 | +6 | 16 |
4. Þór/KA | 7 | 5 | 0 | 2 | 15 - 11 | +4 | 15 |
5. Fram | 7 | 3 | 0 | 4 | 8 - 16 | -8 | 9 |
6. Stjarnan | 7 | 3 | 0 | 4 | 8 - 16 | -8 | 9 |
7. Valur | 7 | 2 | 2 | 3 | 7 - 9 | -2 | 8 |
8. Tindastóll | 7 | 2 | 0 | 5 | 8 - 12 | -4 | 6 |
9. Víkingur R. | 7 | 1 | 1 | 5 | 10 - 18 | -8 | 4 |
10. FHL | 7 | 0 | 0 | 7 | 3 - 18 | -15 | 0 |
Athugasemdir