FH hafði betur gegn Breiðabliki í Kaplakrika fyrr í kvöld. Lokatölur leiksins 2-0. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: FH 2 - 0 Breiðablik
„Sóknarlega vorum við ekki nægilega góðir, við gerðum ekki það sem við ætluðum að gera. Við vitum alveg að FH-ingar liggja bara til baka, eru mjög þéttir. Það er ekki hægt að draga þá í pressu, þeir koma ekki neitt, þeir bara bíða."
Breiðablik hefur tapað tveimur af síðustu þremur leikjum.
„Það er algerlega tilgangslaust að fara grenja og vorkenna sjálfum sér. Við höfum tapað á þessum velli, þar sem við erum andlausir og töpum návígum. Við vorum það alls ekki í dag. Við klikkum á dekkningu í teig en heilt yfir voru þeir ekki að ná því sem þeir vildu gera. Það er jákvætt, en áfram gakk.“
„Við komumst bak við þá aftur og aftur. Við komumst í góðar stöður en að lokum verða ekki nein almennileg færi úr því. Þetta er ekki færanýtingin heldur stöðunýtingin.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir