Davíð Ingvarsson, leikmaður Breiðabliks, spilar mögulega ekkert í sumar en Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sagði frá því í viðtali við Fótbolta.net eftir tap gegn FH í kvöld.
Davíð er uppalinn Bliki en hann reyndi fyrir sér með Kolding áður en hann snéri aftur heim síðasta sumar.
Davíð er uppalinn Bliki en hann reyndi fyrir sér með Kolding áður en hann snéri aftur heim síðasta sumar.
Lestu um leikinn: FH 2 - 0 Breiðablik
Hann meiddist í lok febrúar og hefur ekkert getað spilað síðan þá en Halldór var spurður út í ástand leikmannsins.
„Það lítur út fyrir að með Davíð sé aðeins verri og alvarlegri en við áttum von á," sagði Halldór sem sagði að það væri möguleiki á því að Davíð yrði frá út tímabilið.
Þá segir Dóri að bataferli Kristins Jónssonar gangi hægt en hann meiddist á nára í æfingaferð í Portúgal í sumar.
Athugasemdir