Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
   sun 25. maí 2025 22:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davíð mögulega ekkert með á tímabilinu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Davíð Ingvarsson, leikmaður Breiðabliks, spilar mögulega ekkert í sumar en Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sagði frá því í viðtali við Fótbolta.net eftir tap gegn FH í kvöld.

Davíð er uppalinn Bliki en hann reyndi fyrir sér með Kolding áður en hann snéri aftur heim síðasta sumar.

Lestu um leikinn: FH 2 -  0 Breiðablik

Hann meiddist í lok febrúar og hefur ekkert getað spilað síðan þá en Halldór var spurður út í ástand leikmannsins.

„Það lítur út fyrir að með Davíð sé aðeins verri og alvarlegri en við áttum von á," sagði Halldór sem sagði að það væri möguleiki á því að Davíð yrði frá út tímabilið.

Þá segir Dóri að bataferli Kristins Jónssonar gangi hægt en hann meiddist á nára í æfingaferð í Portúgal í sumar.
Dóri Árna: Algerlega tilgangslaust að fara grenja og vorkenna sjálfum sér
Athugasemdir
banner