Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
   sun 25. maí 2025 18:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Slot: Frábært að vera hluti af þessu og hvað þá að vinna
Mynd: EPA
Arne Slot stýrði Liverpool til sigurs í úrvalsdeildinni á sínum fyrsta tímabili sem stjóri liðsins.

Liverpool var með þónokkra yfirburði allt tímabilið en iðið tryggði sér titilinn þann 27. apríl eftir sigur á Tottenham en liðið nældi aðeins í tvö stig úr síðustu fjórum leikjum sínum.

„Maður býst ekki við neinu þessu líku. Ef maður skoðar deildina undanfarin ár þá var þetta barátta allt til enda, tvö til þrjú lið að keppast um þetta til síðasta dags. Að vera hluti af þessu var frábært og hvað þá að vinna," sagði Slot.

Slot er löngu byrjaður að hugsa um næsta tímabil.

„Örugglega fyrir fjórum vikum, það hættir aldrei. Meðan á tímabilinu stendur er maður að undirbúa næsta. Íþróttastjórinn er meira að hugsa til langstíma en ég er meðvitaður um það sem er að gerast. Leikmennirnir sem við erum á eftir spruttu ekki bara upp í síðustu viku," sagði Slot.
Athugasemdir