Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
   sun 25. maí 2025 18:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Trent grét í leikslok: Aldrei fundið fyrir jafn mikilli ást og umhyggju
Mynd: EPA
Trent Alexander-Arnold spilaði sinn síðasta leik fyrir Liverpool í dag þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Crystal Palace en liðið lifti Englandsmeistarabikarnum í leikslok.

Hann er uppalinn hjá félaginu og spilaði 354 leiki og skoraði 23 mörk. Hann hefur verið talinn einn besti bakvörður heims síðustu ára. Hann grét í leikslok.

„Ég vissi ekki við hverju ég ætti að búast eftir það sem gerðist fyrir nokkrum vikum síðan. Ég vildi fara á Anfield og spila fyrir félagið einu sinni í viðbót. Ég sagði stjóranum það og hann treysti mér til að koma inn á í hálfleik," sagði Alexander-Arnold.

„Viðbrögðin sem ég fékk hefur alla þýðingu fyrir mig. Ég hef spilað hundruði leikja fyrir félagið og hef aldrei fundið fyrir jafn mikilli ást og umhyggju og í dag. Ég vona innilega að aðdáendur og stuðningsmenn þessa félags geti einn daginn viðurkennt erfiðið mitt og allt sem ég hef gert fyrir liðið. Það leið ekki einn dagur, mínúta, án þess að ég hugsaði um liðið. Frá sex ára aldri til 26 ára núna. Tuttugu ár eru mjög langur tími. Ég hef notið hverrar einustu mínútu, bæði upp- og niðursveiflna. Það hefur verið mér heiður og forréttindi að vera hluti af þessu félagi."


Athugasemdir
banner
banner