Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
   sun 25. maí 2025 18:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rándýr mistök á Old Trafford - „Dómarinn vissi ekki hvað hann átti að segja"
Morgan Rogers
Morgan Rogers
Mynd: EPA
Martinez fær rautt spjald
Martinez fær rautt spjald
Mynd: EPA
Það eru gríðarleg vonbrigði í herbúðum Aston Villa eftir tap gegn Man Utd í lokaumferðinni en tapið þýddi að Aston Villa komst ekki í Meistaradeildina á næstu leiktíð.

Emi Martinez spilaði líklega sinn síðasta leik fyrir félagið en hann fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks.

Manni færri tókst Aston Villa að koma boltanum í netið þegar Morgan Rogers skoraði. Dómarinn flautaði hins vegar áður en Rogers skaut á markið því hann taldi að hann hafi brotið á Altay Bayindir í marki Man Utd.

Bayindir var hins vegar ekki með fullt vald á boltanum. John McGinn, fyrirliði Aston Villa, var eðlilega ósáttur með þessa ákvörðun Thomas Bramall, dómara leiksins.

„Dómarinn vissi ekki hvað hann átti að segja. Erum reiðir af því að þetta hefur mikil áhrif á leikmenn, okkar feril og félagið. Hann er ungur dómari sem hefur unnið sig hratt upp. Kannski hefði átt að skoða að hafa reynslumeiri dómara. Þetta var ótrúleg ákvörðin og gerir daginn í dag enn verri en hann ætti að vera," sagði McGinn.

Unai Emery, stjóri Aston Villa, ræddi við Bramall á leið inn í klefa og var augljóslega mjög ósáttur.

Sjáðu atvikið hér
Athugasemdir