Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
   sun 25. maí 2025 19:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola: Eins og að vinna titil
Mynd: EPA
Manchester City tryggði sér sæti í Meistaradeildinni eftir sigur á Fulham í lokaumferðinni í dag.

Tímabilið hefur verið mjög erfitt fyrir City en liðið hefur unnið úrvalsdeildina sex sinnum á síðustu átta árum.

„Þetta er eins og að vinna titil út af hindrunum. Þegar slæmt gengi heldur áfram endar maður í 10. til 13. sæti. Það eru örlög liða í úrvalsdeildinni þegar þau eru í þessari stöðu í nóvember, desember eða janúar. Maður getur ekki barist um tiilinn eins og viðhöfum gert í mörg ár," sagði Guardiola.

„Menn geta sagt: 'Ég vil ekki berjast bara til að ná Evrópudeildarsæti'. Við héldum áfram að spila vel og komum okkur í stöðu til að komast í Meistaradeildina og gerðum það. Enduðum í 3. sæti, ekki langt á eftir Arsenal en langt á eftir Liverpool. Við þurfum að bæta okkur og vonandi gerum við það."
Athugasemdir
banner
banner