Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   sun 25. maí 2025 07:30
Elvar Geir Magnússon
Aron Einar vann Emír bikarinn öðru sinni
Mynd: Al-Gharafa
Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í Al-Gharafa unnu 2-1 sigur gegn Al Rayyan í úrslitaleik Emír-bikarsins sem er stærsta bikarkeppnin í Katar.

Aron Einar hefur áður unnið þessa keppni en það var 2023 með Al-Arabi.

Joselu, fyrrum leikmaður Newcastle og Real Madrid, skoraði annað mark Al-Gharafa í leiknum. Aron lék allan leikinn í þriggja miðvarða línu. Al-Gharafa lék manni færri frá 64. mínútu í leiknum en Seydou Sano fékk að líta rauða spjaldið.

Aron, sem er 36 ára, framlengdi fyrir nokkrum vikum við Al-Gharafa og gerði samning út næsta tímabil.

Hann er í íslenska landsliðshópnum sem leikur vináttulandsleiki gegn Skotlandi og Norður-Írlandi í júní.


Athugasemdir
banner
banner