Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   sun 25. maí 2025 05:55
Elvar Geir Magnússon
England í dag - Barist um Meistaradeildarsæti í lokaumferðinni
Leikur Nottingham Forest og Chelsea verður áhugaverður.
Leikur Nottingham Forest og Chelsea verður áhugaverður.
Mynd: EPA
Lokaumferðin í ensku úrvalsdeildinni er í dag. Aðalmálið er baráttan um að vera með Liverpool, Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Manchester City, Newcastle United, Chelsea, Aston Villa og Nottingham Forest berjast um þau þrjú lausu sæti sem enn eru laus.

Manchester City er í þeirri stöðu að eitt stig gegn Fulham mun tryggja liðinu Meistaradeildarsæti. Newcastle og Chelsea vita líka að þau eru örugg með sigrum í sínum leikjum þar sem Villa er með mun lakari markatölu.

Áhugaverðasti leikurinn er viðureign Forest og Chelsea enda bæði liðin í baráttu um Meistaradeildarsæti. Hann gæti hinsvegar mögulega endað á þann veg að Forest vinni og hvorugt liðið komist í keppnina!

Englandsmeistarar Liverpool lyfta bikarnum á loft eftir leik gegn Crystal Palace.

ENGLAND: Premier League
15:00 Bournemouth - Leicester
15:00 Fulham - Man City
15:00 Ipswich Town - West Ham
15:00 Liverpool - Crystal Palace
15:00 Man Utd - Aston Villa
15:00 Newcastle - Everton
15:00 Nott. Forest - Chelsea
15:00 Southampton - Arsenal
15:00 Tottenham - Brighton
15:00 Wolves - Brentford
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 37 25 8 4 85 40 +45 83
2 Arsenal 37 19 14 4 67 33 +34 71
3 Man City 37 20 8 9 70 44 +26 68
4 Newcastle 37 20 6 11 68 46 +22 66
5 Chelsea 37 19 9 9 63 43 +20 66
6 Aston Villa 37 19 9 9 58 49 +9 66
7 Nott. Forest 37 19 8 10 58 45 +13 65
8 Brighton 37 15 13 9 62 58 +4 58
9 Brentford 37 16 7 14 65 56 +9 55
10 Fulham 37 15 9 13 54 52 +2 54
11 Bournemouth 37 14 11 12 56 46 +10 53
12 Crystal Palace 37 13 13 11 50 50 0 52
13 Everton 37 10 15 12 41 44 -3 45
14 Wolves 37 12 5 20 53 68 -15 41
15 West Ham 37 10 10 17 43 61 -18 40
16 Man Utd 37 10 9 18 42 54 -12 39
17 Tottenham 37 11 5 21 63 61 +2 38
18 Leicester 37 6 7 24 33 78 -45 25
19 Ipswich Town 37 4 10 23 35 79 -44 22
20 Southampton 37 2 6 29 25 84 -59 12
Athugasemdir
banner
banner