Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
   sun 25. maí 2025 14:57
Brynjar Ingi Erluson
Garnacho fer með Man Utd til Asíu - „Það fara allir í þessa ferð“
Mynd: EPA
Argentínski vængmaðurinn Alejandro Garnacho mun ferðast með Manchester United til Asíu eftir tímabilið. Þetta staðfesti Ruben Amorim, stjóri félagsins, við TNT Sports í dag.

Athletic sagði frá því í gær að Amorim hefði tjáð Garnacho að hann mætti finna sér nýtt félag eftir tímabilið.

Hann er ekki í hópnum hjá United gegn Aston Villa í lokaumferðinni í dag en Amorim var spurður út í fjarveru hans rétt fyrir leik.

„Garnacho er leikmaður Manchester United en er ekki í hópnum í dag. Hann heldur samt áfram að vera leikmaður félagsins,“ sagði Amorim.

Argentínumaðurinn mun fara í Asíu-ferðina með United strax eftir tímabilið, en það má gera ráð fyrir því að hann verði látinn fara síðar í sumar.

„Já, það fara allir í þessa ferð. Við verðum að hitta stuðningsmennina sem eru hinum megin á hnettinum og færa þeim eitthvað líka,“ sagði Amorim.
Athugasemdir
banner
banner