Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
   sun 25. maí 2025 18:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amorim segir góða tíma framundan eftir „hörmulegt tímabil"
Mynd: EPA
Tímabilið hjá Man Utd var arfaslakt en liðið hafnaði í 15. sæti deildarinnar, slakasti árangur liðsins í úrvalsdeildinni. Hann ávarpaði stuðningsmenn liðsins eftir leikinn




„Fyrst og fremst vil ég biðjast afsökunar á þessu tímabili, ég er mjög vonsvikinn með liðið. Í öðru lagi vil ég þakka fyrir mig. Við erum mjög þakklátir fyrir ykkar stuðning. Ég veit að þetta var erfitt í mörgum leikjum," sagði Amorim.

Amorim tók við United í nóvember eftir að Erik ten Hag var rekinn. Hann varaði stuðningsmenn liðsins við því að það væru erfiðir tímar framundan en hann biðlaði til þeirra í dag að horfa jákvæðum augum á framtíðina.

„Nú þurfum við að taka ákvarðanir. Annað hvort berjumst við hvorn við annan eða þjöppum okkur saman og höldum áfram veginn. Fyrir sex mánuðum sagði ég að stormurinn væri að koma. Í dag, eftir þetta hörmulega tímabil, vil ég segja ykkur að góðu dagarnir eru að koma.“
Athugasemdir
banner