Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
banner
   sun 25. maí 2025 09:00
Elvar Geir Magnússon
Dani í viðræðum við Rangers
Mynd: EPA
Daninn Brian Priske, fyrrum stjóri Feyenoord, gæti orðið næsti stjóri Rangers í Glasgow.

Hann hefur fundað með stjórn Rangers en félagið leitar að stjóra í stað Philippe Clement sem var rekinn í febrúar.

Barry Ferguson tók við liðinu til bráðabirgða en hann fær ekki tilboð um að halda áfram.

Davide Ancelotti, sonur Carlo Ancelotti, hefur verið orðaður við starfið og einnig Steven Gerrard.

Rangers endaði í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnarm 17 stigum á eftir meisturunum í Celtic.

Priske var látinn fara frá Feyenoord í febrúar en hann er fyrrum stjóri Spörtu í Prag, Midtjylland í heimalandinu og Royal Antwerpen í Belgíu.
Athugasemdir
banner