Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
   sun 25. maí 2025 10:00
Elvar Geir Magnússon
Kvaratskhelia getur brotið blað
Khvicha Kvaratskhelia.
Khvicha Kvaratskhelia.
Mynd: EPA
Khvicha Kvaratskhelia, leikmaður Paris Saint-Germain, getur unnið þrennu sem enginn hefur unnið áður.

Hann fær verðlaunapening eftir að Napoli trygði sér Ítalíumeistaratitilinn á föstudaginn auk þess að fá medalíu eftir Frakklandsmeistaratitil PSG. Þá gæti hann bætt Meistaradeildinni við einnig.

Georígski landsliðsmaðurinn Kvaratskhelia yfirgaf Napoli í janúarglugganum en þá hafði hann spilað 17 deildarleiki. Hann er með fjögur mörk og þrjár stoðsendingar í 14 leikjum í frönsku deildinni.

Á laugardaginn mun PSG svo mæta Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í München.

PSG vann franska bikarmeistaratitilinn í gær en Kvaratskhelia gat ekki tekið þátt í þeim leik og vangaveltur um hvort hann sé tæpur fyrir úrslitaleikinn gegn Inter.
Athugasemdir
banner