Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
   sun 25. maí 2025 10:29
Brynjar Ingi Erluson
Viðræðum Bournemouth og Liverpool miðar áfram
Mynd: EPA
Viðræðum Liverpool og Bournemouth um ungverska vinstri bakvörðinn Milos Kerkez miðar áfram en þetta segir Fabrizio Romano í dag.

Liverpool er stórhuga á markaðnum í sumar og gæti landað þremur leikmönnum á næstu dögum.

Hollenski hægri vængbakvörðurinn Jeremie Frimpong er að koma frá Bayer Leverkusen og þá er liðsfélagi hans, Florian Wirtz, næstur inn fyrir metfé.

Romano segir í dag að viðræðum Liverpool við Bournemouth um Kerkez miðar áfram og gætu félögin náð samkomulag á næstu dögum.

Leikmaðurinn er mjög spenntur fyrir því að ganga í raðir Liverpool og ætti ekki að reynast neitt vandamál að ganga frá samningaviðræðum við hann.

Kerkez, sem er 21 árs gamall, hefur verið frábær í liði Bournemouth sem var lengi vel í baráttu um Evrópusæti á þessari leiktíð.

Varnarmaðurinn á 23 leiki fyrir landslið Ungverjalands,
Athugasemdir
banner
banner