Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
   lau 24. maí 2025 23:30
Elvar Geir Magnússon
Rúnar og félagar áfram í umspilinu - Rosenborg niðurlægt
Rúnar Þór Sigurgeirsson.
Rúnar Þór Sigurgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflvíkingurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson og félagar hans í hollenska liðinu Willem II náðu að komast í úrslit um að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni þar í landi. Liðið fór í umspil um að spila í deildinni og vann þar FC Dordrecht í vítaspyrnukeppni.

Willem II var undir eftir fyrri leikinn en vann 3-2 í kvöld og einvígið endaði samtals 4-4. Rúnar byrjaði á bekknum en kom inn sem varamaður í framlengingunni.

Hann tók ekki víti í vítakeppninni sem Willem II vann 5-4. Willem II mun nú fara í tveggja leikja úrslitaeinvígi við Telstar um úrvalsdeildarsætið. Leikið verður á fimmtudag og sunnudaginn eftir viku.

Í Danmörku mættust Lyngby og Álaborg en bæði lið eru fallin úr úrvalsdeildinni. Sævar Atli Magnússon var í byrjunarliði Lyngby sem vann leikinn 3-1. Nóel Atli Arnórsson kom inn í hálfleik hjá Álaborg.

Í Noregi tapaði Rosenborg 4-0 gegn Bodö/Glimt. Ísak Snær Þorvaldsson kom inná á 83. mínútu í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner