Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
   sun 25. maí 2025 10:30
Elvar Geir Magnússon
Opinber sigurhátíð Napoli haldin á morgun
Mynd: EPA
Það verður mikið um dýrðir í Napoli á morgun þegar opinber sigurhátíð verður haldin í borginni. Napoli tryggði sér ítalska meistaratitilinn á föstudaginn en þetta er í annað sinn á þremur árum sem félagið landar titlinum.

Það hafa verið svakaleg fagnaðarlæti í Napoli alla helgina en á morgun verður sérstök hátíð þar sem liðið mun ferðast um borgina á þaklausri rútu.

Napoli tryggði sér meistaratitilinn með því að vinna Cagliari 2-0 á föstudagskvöld. Inter vann Como en Napoli var í bílstjórasætinu fyrir kvöldið og vann titilinn með stigi meira en Inter.

Búist er við gríðarlegu fjölmenni í sigurhátíðinni á morgun en ekki var hægt að skipuleggja slíka hátíð þegar Napoli vann titilinn fyrir tveimur árum.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 38 24 10 4 59 27 +32 82
2 Inter 38 24 9 5 79 35 +44 81
3 Atalanta 37 22 8 7 76 34 +42 74
4 Juventus 37 17 16 4 55 33 +22 67
5 Roma 37 19 9 9 54 35 +19 66
6 Lazio 37 18 11 8 61 48 +13 65
7 Milan 38 18 9 11 61 43 +18 63
8 Fiorentina 37 18 8 11 57 39 +18 62
9 Bologna 38 16 14 8 57 47 +10 62
10 Como 38 13 10 15 49 52 -3 49
11 Torino 37 10 14 13 39 43 -4 44
12 Udinese 37 12 8 17 39 53 -14 44
13 Genoa 38 10 13 15 37 49 -12 43
14 Cagliari 38 9 9 20 40 56 -16 36
15 Verona 37 9 7 21 32 65 -33 34
16 Parma 37 6 15 16 41 56 -15 33
17 Empoli 37 6 13 18 32 57 -25 31
18 Lecce 37 7 10 20 26 58 -32 31
19 Venezia 37 5 14 18 30 53 -23 29
20 Monza 38 3 9 26 28 69 -41 18
Athugasemdir
banner