Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
banner
   sun 25. maí 2025 08:30
Elvar Geir Magnússon
Amorim mun biðja stuðningsmenn afsökunar
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Erfiðu tímabili Manchester United lýkur í dag. Liðið verður ekki í Evrópukeppni á næsta tímabili og gæti endað í sautjánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Eftir heimaleik gegn Aston Villa í lokaumferðinni í dag ætlar Amorim að ávarpa stuðningsmenn og biðjast afsökunar á þessu lélega tímabili.

Amorim hefur viðurkennt að hann hafi ekki áttað sig á hversu alvarleg staða félagsins væri þegar hann tók við í nóvember síðastliðnum.

United hefur átt erfiðasta tímabil sitt í langan tíma, þar sem liðið hefur aðeins unnið sex leiki af 24 í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Amorim.

„Ég sé vandamálin en við erum að taka skref í átt til bata. Við erum að bæta okkur í leikmannavali. Það er ekki bara stjórinn sem velur leikmenn, heldur er það teymi sem vinnur saman, og við notum gögn til að styðja við ákvarðanatöku," segir Amorim.

Amorim viðurkennir að tímabilið hafi verið erfitt en segir að hann hafi trú á framtíðinni: „Ég þjáist eins og allir stuðningsmenn, en ég veit hvað við erum að vinna að og það veitir mér von og sjálfstraust.“
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 37 25 8 4 85 40 +45 83
2 Arsenal 37 19 14 4 67 33 +34 71
3 Man City 37 20 8 9 70 44 +26 68
4 Newcastle 37 20 6 11 68 46 +22 66
5 Chelsea 37 19 9 9 63 43 +20 66
6 Aston Villa 37 19 9 9 58 49 +9 66
7 Nott. Forest 37 19 8 10 58 45 +13 65
8 Brighton 37 15 13 9 62 58 +4 58
9 Brentford 37 16 7 14 65 56 +9 55
10 Fulham 37 15 9 13 54 52 +2 54
11 Bournemouth 37 14 11 12 56 46 +10 53
12 Crystal Palace 37 13 13 11 50 50 0 52
13 Everton 37 10 15 12 41 44 -3 45
14 Wolves 37 12 5 20 53 68 -15 41
15 West Ham 37 10 10 17 43 61 -18 40
16 Man Utd 37 10 9 18 42 54 -12 39
17 Tottenham 37 11 5 21 63 61 +2 38
18 Leicester 37 6 7 24 33 78 -45 25
19 Ipswich Town 37 4 10 23 35 79 -44 22
20 Southampton 37 2 6 29 25 84 -59 12
Athugasemdir
banner