Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 25. september 2020 15:15
Magnús Már Einarsson
Nuno ósáttur við hvað prófin taka langan tíma
Vill að hlutirnir gangi hraðar fyrir sig.
Vill að hlutirnir gangi hraðar fyrir sig.
Mynd: Getty Images
Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, vill að félög í ensku úrvalsdeildinni verði fljótari að fá niðurstöður eftir að leikmenn fara í próf vegna kórónuveirunnar.

Leikmenn og starfsmenn liða fara reglulega í próf og í dag fóru leikmenn Wolves í eitt slíkt. Á Englandi ganga málin ekki jafn hratt fyrir sig og á Íslandi en Wolves fær ekki niðurstöður úr prófinu fyrr en á morgun, innan við sólarhring fyrir leikinn gegn Wolves á sunnudaginn.

„Þetta er erfitt fyrir okkur. Við fórum í próf í dag og við vitum ekki niðurstöðuna. Við erum að undirbúa okkur undir leik á sunnudag og erum með áhyggjur af lokaprófinu. Getum við notað leikmenn eða ekki?" sagði Nuno í dag.

„Við búum í bubblu og í hvert skipti sem stuðningsmenn biðja okkur um mynd eða áritanir þá verðum við að halda fjarlægð. Þetta truflar undirbúning okkar mikið."

„Ef við myndum fá niðurstöður fyrr þá myndi það hjálpa öllum liðunum gríðarlega mikið til að lenda ekki í svona vandræðum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner