Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 25. september 2021 21:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Glatað tækifæri fyrir Real Madrid
Benzema náði ekki að skora.
Benzema náði ekki að skora.
Mynd: Getty Images
Real Madrid missti í kvöld af tækifæri til að ná fimm stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar.

Atletico Madrid tapaði óvænt gegn Alaves á útivelli, 1-0. Þetta var fyrsta deildartap Atletico á tímabilinu og í kjölfarið fengu nágrannar þeirra í Real tækifæri til að ná fimm stiga forskoti á toppnum.

Real Madrid mætti Villarreal og náði ekki að brjóta ísinn. Niðurstaðan var markalaust jafntefli og er Real því bara með þriggja stiga forskot á Sevilla, sem er í öðru sæti.

Sevilla vann í dag 2-0 sigur á Espanyol, en liðið á leik til góða á toppliðið frá spænsku höfuðborginni. Með sigri í leiknum sem þeir eiga inni, þá gætu þeir farið á toppinn.

Það voru alls fjórir leikir í La Liga í dag. Valencia og Athletic Bilbao gerðu 1-1 jafntefli.

Alaves 1 - 0 Atletico Madrid
1-0 Victor Laguardia ('4 )

Real Madrid 0 - 0 Villarreal

Sevilla 2 - 0 Espanyol
1-0 Youssef En-Nesyri ('13 )
2-0 Rafa Mir ('87 )
Rautt spjald: Thomas Delaney, Sevilla ('65)

Valencia 1 - 1 Athletic
0-1 Inigo Martinez ('69 )
1-1 Andre Marcos ('90 )
Rautt spjald: Maxi Gomez, Valencia ('82)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner