Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
   mán 25. september 2023 22:09
Þorsteinn Haukur Harðarson
Gísli Eyjólfs: Mér finnst þessi rígur geggjaður
watermark Gísli Eyjólfsson í baráttu við Halldór Smára í kvöld.
Gísli Eyjólfsson í baráttu við Halldór Smára í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Það var virkilega gott að vinna þennan leik og fá þrjú stig. Við erum í bullandi baráttu um Evrópusæti. En Auðvitað fá Íslandsmeistararnir heiðursvörð," segir Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks, eftir 3-1 sigur gegn Íslandmeisturum Víkings í kvöld en Blikar stóðu heiðursvörð fyrir nýkrýnda meistara fyrir leikinn.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

"Mér fannst við hafa stjórn á leiknum nánast allan leikinn. Við vorum svolítið maður á mann og fannst þeir ekki komast mikið inn í leikinn þannig. Við vorum yfir í flestum einvígum og þannig unnum við leikinn."

Leikir þessara liða eru jafnan mikil skemmtun og hart er barist. Blikar voru ekki í neinum vandræðum með að gíra sig upp í þennan leik. "Það var alls ekki erfitt að mótívera sig fyrir þennan leik. Það er mikið talað um þessar mótíveringar og það á ekkert að vera þannig að við séum að velja okkur leiki en seinustu tveir leikir hafa verið virkilega stórir og mikilvægir. En við ætlum að fara svona í alla leiki í framhaldinu."
 

"Mér finnst þessi rígur geggjaður. Það er gaman að þessu. Fólk mætir á þessa leiki og það er gaman þegar það er svona mikill hasar."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner