Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. október 2021 12:00
Elvar Geir Magnússon
Þrír sem Man Utd horfir til ef Solskjær verður rekinn
Zinedine Zidane.
Zinedine Zidane.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte.
Antonio Conte.
Mynd: Getty Images
Staða Ole Gunnar Solskjær er til umræðu á kaffistofum um heim allan. Engar vísbendingar hafa borist um að Solskjær verði rekinn í dag en United tapaði 0-5 fyrir Liverpool á Old Trafford.

Mirror telur að næstu þrír leikir; gegn Tottenham, Atalanta og Manchester City, gætu ráðið örlögum Norðmannsins.

Solskjær er líklegastur samkvæmt breskum veðbönkum til að vera næsti stjóri sem missir starfið sitt (Daniel Farke hjá Norwich er númer tvö).

Talað er um að ekkert skýrt leikplan sé í gangi hjá United undir stjórn hans.

Mirror nefndi þrjá stjóra sem United muni væntanlega horfa til ef skipt verður um stjóra.

Zinedine Zidane
Zidane er án starfs eftir að hafa yfirgefið Real Madrid í sumar. Fjórir Meistaradeildartitlar með Madrídarliðinu segja þér allt sem þú þarft að vita um hann. Þegar hann tók við liðinu í annað sinn var það í brasi en hann náði að gera það að meisturum. Zidane gæti komið inn hjá United og haft áhrif strax.

Antonio Conte
Sá stjóri sem talinn er líklegastur. Er með reynslu frá úrvalsdeildinni, hefur unnið titla og er einnig án starfs. Hann yfirgaf Inter eftir að hafa gert liðið að Ítalíumeisturum og þar með stöðvað níu ára einokun Juventus. Sagt er að Conte sé opinn fyrir því að taka við United, ef gengið verður að ákveðnum kröfum sem hann er með.

Brendan Rodgers
Ef Manchester United er í leit að langtímalausn þá er líklegt að horft sé til Brendan Rodgers. Norður-Írinn hefur gert frábæra hluti hjá Leicester. Liðið hefur naumlega misst af topp fjórum síðustu tvö tímabil en sannleikurinn er sá að liðið hefði í raun aldrei átt að eiga möguleika á því. Rodgers kann að búa til góða liðsheild, þetta snýst ekki um einstaklingana.
Athugasemdir
banner
banner
banner