Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. október 2022 15:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Beitir tilbúinn að taka ár í viðbót - Ákvað að fara ekki alla leið í viðræðum við Sindra
Beitir Ólafsson
Beitir Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Snær
Aron Snær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 36 ára gamli Beitir Ólafsson er að renna út á samningi hjá KR þegar tímabilinu lýkur. Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, sagði við Fótbolta.net að hann hefði rætt við markvörðinn um að vera áfram í KR í eitt ár í viðbót.

Aron Snær Friðriksson hefur varið mark KR í síðustu þremur leikjum og er Rúnar ánægður með hans spilamennsku. Fótbolti.net ræddi við Rúnar um markvarðamálin eftir leikinn gegn Víkingi í gær.

„Beitir er tilbúinn að taka ár með okkur í viðbót og við erum að skoða stöðuna með framtíðarmarkmann KR. Beitir er orðinn ágætlega gamall, hefur kannski ekki átt sitt besta tímabil í sumar, en mér finnst hann samt búinn að vera einn af betri markmönnum deildarinnar og það segir dálítið mikið. Ef maður skoðar WyScout skýrslut og allt annað - ef að það er eitthvað að marka þær, maður er ekkert alltaf sammála þeim - þá er hann í 3. sæti yfir bestu markmenn deildarinnar. Beitir hentar okkar leik ofboðslega vel."

„Svo hefur Aron Snær spilað frábærlega með okkur þessa þrjá leiki sem hann hefur spilað, aðeins öðruvísi markmaður en Beitir. Við þurfum aðeins að velja hvaða týpu við viljum hafa í markinu."


Bökkuðu út úr viðræðum við Sindra
Sindri Kristinn Ólafsson, markmaður Keflavíkur, verður samningslaus eftir tímabilið og má ræða við önnur félög. Hann hefur verið orðaður við KR og Rúnar staðfestir að rætt hafi verið við Sindra.

„Við ræddum við hann en á endanum ákváðum við að gera ekkert í því. Hann er flottur strákur, við vorum mjög áhugasamir en svo var eitthvað sem sagði okkur að við ættum aðeins að bíða. Því miður þá kláraðist það mál ekki. Það vorum við sem bökkuðum úr því. Sindri er flottur strákur sem á mikla framtíð fyrir sér. Eins og alltaf skoðar maður haug af vídeóum, talar við fullt af fólki í kringum sig og reynir að afla eins mikilla upplýsinga og maður getur um þá leikmenn sem maður er að reyna við. Út frá því sjáum við hvort þeir henti okkar leikstíl, hvort að karakterinn þeirra sé nægilega sterkur fyrir KR og annað slíkt. Það eru fullt af hlutum en ég ákvað á endanum að ganga ekki alla leið," sagði Rúnar.

Sjá einnig:
Hvað gerir Sindri Kristinn?
Rúnar Kristins ósáttur með hegðun Kjartans Henry: Enginn stærri en KR
Athugasemdir
banner
banner
banner