Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. nóvember 2019 09:41
Magnús Már Einarsson
Solskjær: Hefði getað skipt öllum út í hálfleik
Mynd: Getty Images
„Ég var reiður og svekktur. Ég varð að vekja þá," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, um hálfleiksræðu sína í 3-3 jafnteflinu gegn Sheffield United í gær.

Sheffield United leiddi 1-0 í hálfleik og komst í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks áður en United sneri taflinu við. Undir lokin jafnaði Oli McBurnie síðan fyrir heimamenn.

Solskjær var æfur yfir frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleiknum í gær. Hann tók Phil Jones út af í hálfleik eftir skelfilegan fyrri hálfleik en fleiri leikmenn hefðu getað farið sömu leið.

„Ég hefði getað skipt öllum leikmönnum út af í hálfleik, fyrir utan markvörðinn (David de Gea). Þetta snerist ekki um taktik. Þetta snerist um vilja, að ná fyrsta boltanum, tæklingar, vinna návígi. Stundum fer taktíkin út um gluggann," sagði Solskjær.

„Þú verður að vinna þér inn réttinn til að vinna leikinn og við höfðum engan rétt á að vinna leikinn eftir 70 mínútur. Við vorum ekki nálægt því að vera Man United."

Í vor tapaði Manchester United 4-0 á útivelli gegn Everton og Solskjær óttaðist það versta í fyrri hálfleik.

„Þetta var mjög slök frammistaða. Ég hugsaði til baka til Everton því þá gafst liðið upp en strákarnir gerðu það ekki núna. Það var frábært svar hjá strákunum að snúa þessu við," sagði Solskjær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner